þriðjudagur, júlí 6

Góðann dag! eða nei þetta er nú bara ekkert sérstaklega spes dagur ef ég á alveg að vera hreinskilin.
Jórunn Pálmadóttir ákvað að eiga ekki fleiri daga, hvorki góða né slæma, síðastliðinn föstudag. Skrýtið, ég hefði aldrei haldið að hún myndi gefast upp, því jú hvað er þetta annað en uppgjöf fyrir ströggli lífsins..Mér fannst við líka svo líkar týpur þannig að ég hefði bara aldrei haldið...við vorum líka búnar að ræða að þetta er bara tillitslaust og óábyrgt gangvart nánustu en hún skrifaði nú bréf..Ég get ekki sagt að ég sé reið út í hana, ég bara vona að hún hafi fundið friðinn og rónna sem hana lengdi svo eftir... Only the good die young var víst sungið einhversstaðar, kannski er bara sannleikskorn í því...Ég allavega tek þetta mjög inn á mig og er eiginlega svona svodlið dofin og fatta þetta ekki ennþá, jarðaförin er á föstudaginn þannig að þetta mun eflaust hit home þá en ég held ekki fyrr. Ég er með svona kvíða steins tilfinningu í maganum fyrir föstudeginum, hann á eftir að vera erfiður. Ég var einmitt að hlusta eitt af lögunum hennar áðan, Iris með Goo goo dolls..já þetta er óskiljanlegt. Jórunn mín, vonandi ertu á betri stað...þín er sárt saknað. Fyndið, ég kynntist Jórunni í partýi þegar ég var 13 ára og var hún alger skvetta (ekki ósvipað mér) og eftir mikil herlegheit í pottapartýi tilkynnti hún mér að henni fyndist kærastinn minn sætur og að ef ég og hann skildum hætta saman myndi hún alveg taka við honum fyrir mig, mér féll Jórunn strax í kramið. Hún var svona ein af þessum stelpum sem allir í Keflavík vissu hver var, alger forystusauður og ávall flott klædd. Hún lét sig aldrei vanta í neitt partý eða eitthvað djamm, hún skildi sko ekki missa af neinu. Jórunn var með það mikla orku að þegar við vorum á Travis tónleikunum reyndi hún að hoppa með tónlistinni á meðan ég var bara mest að reyna að vanga við hana, hún var svona fiðrildi sem flögraði út um allt. Hún heillaði hvern sem er með brosinu sínu og skvettuskap. Jórunn, ég á eftir að sakna hláturs þíns sem var ekkert smá smitandi... Ég á eftir að sakna brosins þíns út að eyrum sem fékk mig líka alltaf til að brosa....Ég á eftir að sakna að heyra þig syngja og dansa með David Gray á fóninum...Ég á eftri að sakna tískusýninganna þinni, það kemst enginn með tærnar þar sem þú hafðir hælana í þeim málum....Þú varst alltaf tilbúin að velta þér uppúr strákamálum með mér og pældum við mikið í ákveðnum tveimur strákum sem við vorum ekki alveg vissir afhverjum við vorum alltaf að hætta og byrja með á víxl en við skildum hvor aðra...
Jórunn mín, guð geymi þig...Ég veit að þú ert að fylgjast með þannig að á föstudaginn verð ég með slæðu til heiðurs þíns...
Þín vinkona frá því á gelgjunni sem var ávallt tilbúin að "flippa" með þér
Sigga Dögg

Engin ummæli: